Skólamál

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 17:29:00 (493)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
     Virðulegur forseti. Hv. þm. Svavar Gestsson sagði hér áðan: Menntun er ódýr. Af því tilefni langar mig til að taka undir og benda á að það kom í ræðu Þórólfs Matthíassonar lektors á iðnþingi, sem er haldið í dag, að Ísland ver næstminnst af öllum ríkjum OECD í menntun. Eina ríkið sem ver minna er Grikkland og ég reikna með því að Ísland muni njóta þess vafasama heiðurs að fara í neðsta sæti eftir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að beita í menntamálum.