Lánsfjárlög 1992

16. fundur
Föstudaginn 25. október 1991, kl. 13:58:00 (550)

     Halldór Ásgrímsson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Mér er ekkert að vanbúnaði að hefja mína ræðu. Hún mun ekki taka mjög skamma stund en ekki mjög langa. Um það hafði verið rætt að halda áfram umræðum utan dagskrár fljótlega upp úr kl. 2 þegar utanrrh. kæmi hér í húsið og ég vildi spyrja um það hvort forseti telji heppilegt að ég hefji mál mitt eða hvort hann vill gera hlé á störfum þar til sú umræða getur hafist þó ég vilji á engan hátt skorast undan því að hefja mitt mál.