Varamenn taka þingsæti

18. fundur
Mánudaginn 04. nóvember 1991, kl. 13:31:00 (557)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Borist hafa tvö bréf. Hið fyrra er svohljóðandi, dags. 25. okt. 1991:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga, um þingsköp Alþingis, að óska eftir því að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. v., Hjálmar Jónsson sóknarprestur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Pálmi Jónsson, 2. þm. Norðurl. v.``


    Hjálmar Jónsson hefur áður setið á Alþingi, kjörbréf hans verið rannsakað og er hann boðinn velkominn til áframhaldandi starfa.
    Síðara bréfið er svohljóðandi og dags. 27. okt. 1991:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga, um þingsköp Alþingis, að óska eftir því að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. e., Sigurður E. Arnórsson framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Sigbjörn Gunnarsson, 7. þm. Norðurl. e.``


    Kjörbréf Sigurðar E. Arnórssonar, varamanns Alþfl. í Norðurl. e. hefur verið rannsakað og samþykkt. Sigurður E. Arnórsson hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber nú skv. 2. gr. þingskapa að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.