Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

18. fundur
Mánudaginn 04. nóvember 1991, kl. 23:10:00 (595)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
     Herra forseti. Ég vil aðeins minna á að gengið var fellt í góðu samkomulagi þeirra

flokka sem sátu í ríkisstjórn í febrúarmánuði 1988 um 4% ef ég man rétt, aftur um 10% og 3% viðbótarheimild í maí í góðu samkomulagi þeirra flokka. Aðstæður héldu áfram að versna yfir sumarmánuðina. Þessar ákvarðanir voru teknar smám saman eftir því sem ástand mála breyttist. Þegar komið var fram á haustmánuði þótti mönnum einsýnt að öldudalnum væri náð og þá voru þessar tillögur fluttar og breytingartillagan var ekki meiri en svo að breyta átti genginu um 10%. Þá var nú ekki mikil kollsteypa sem af því hlaust. Eftir allt tal Framsfl. um nauðsyn þess að breyta gengi krónunnar var málamiðlunartillögu upp á 6% hafnað. Niðurstaðan af þessu getur ekki verið önnur en sú að Framsfl. tók ákvörðun á þeim tíma að taka pólitískan leikaraskap fram yfir hagsmuni atvinnuveganna.