Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

18. fundur
Mánudaginn 04. nóvember 1991, kl. 23:47:00 (599)

     Virðulegi forseti. Bara til þess að hafa þetta aftur yfir hv. 3. þm. Vestf., það sem ég lýsti yfir var að ég styddi búvörusamninginn í aðalatriðum. Hins vegar gat ég þess að ég vildi sjá á honum ákveðnar breytingar umfram það sem er í samningnum varðandi hlut veikra byggða. Þar vísaði ég til bókunar sem fylgir samningnum sem er til þess gerð að grípa inn í ef illa horfir í þeim byggðum. Það sem ég hafði áhuga á að sjá breytt er að færa þá bókun inn í samninginn, inn í aðaltextann.