Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

18. fundur
Þriðjudaginn 05. nóvember 1991, kl. 00:14:00 (609)

     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Það er rétt að það komi fram, vegna ávarps hv. 1. þm. Norðurl. v. hér áðan og upplýsinga sem hann veitti viðstöddum um fund formanna þingflokka í hádeginu, að af minni hálfu var ekkert samkomulag um að ljúka þessum fundi fyrir miðnætti nema umræðunni væri lokið. Ég vænti þess að hann staðfesti það. Ég staðfesti það sem hann segir að því leyti til að það var ósk af hans hálfu og formanns þingflokks Alþb. að vera hér ekki lengur en svona fram undir kl. 12, (Gripið fram í.) en af minni hálfu var ekki fallist á það nema umræðunni væri lokið. Þar af leiðandi var ekkert samkomulag um að ljúka þessu kl. 12.