Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

18. fundur
Þriðjudaginn 05. nóvember 1991, kl. 00:17:00 (611)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um þingsköp) :
     Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að ég hef verið í burtu þessa vikuna. Ég get út af fyrir sig sætt mig við það að það verði kvöldfundur síðar meir til að hafa framhald á þessari umræðu fyrst svo margir óska eftir því sérstaklega. En það er nauðsynlegt að vekja athygli á því að gríðarlegur tími þingsins hefur farið í utandagskrárumræður af hvers konar tagi og umræður um þingsköp og er rétt að fá samantekt um það. Við þurfum að halda þingstörfum gangandi, en það er sjálfsagt að taka annan kvöldfund í umræður um þetta mikilsverða mál. Umræðan hefur farið að mörgu leyti mjög vel fram og verið mjög gagnleg fyrir held ég alla aðila þannig að ég fyrir mitt leyti set mig ekki gegn því að henni verði frestað núna.