Iðnráðgjöf á landsbyggðinni

21. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 10:44:00 (713)

     Stefán Guðmundsson :
     Virðulegi forseti. Það er rétt sem hér kemur fram að nú er mikið um það að ný verkefni eru sett inn til Byggðastofnunar á sama tíma og núv. ríkisstjórn hefur tekið ákvörðun um að skera fjármagn til stofnunarinnar niður um 20%.
    Mér heyrðist hæstv. iðnrh. segja áðan að Byggðastofnun ætti að hætta að aðstoða gjaldþrota fyrirtæki. Því spyr ég hæstv. iðnrh.: Var það röng aðgerð hjá Byggðastofnun að aðstoða við uppbyggingu á Foldu og Ístex? Var það rangt hjá Byggðastofnun að gera slíkt, hæstv. iðnrh.?