Menntunar- og starfsréttindi lögreglumanna

21. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 11:31:00 (731)

     Árni R. Árnason :
     Virðulegi forseti. Í svari sínu við fsp. sagði hæstv. ráðherra að hann teldi álitamál hvernig fara ætti með stöðu þeirra lögreglumanna sem voru ráðnir fyrir gildistöku þessa ákvæðis sem spurt er um framkvæmd á. Önnur atriði í svari hans eru að vísu þess efnis að ég efast svolítið um tryggar heimildir. Það er ljótt að segja það en ég tel mig hafa heimildir um fleiri en tvo lögreglumenn á landinu sem ekki hafa numið a.m.k. fyrri hluta Lögregluskólans. Hins vegar verð ég að segja að ég tel mig hafa fulla vissu fyrir því að

ákvæðinu um starfsrétt lögreglumanna sem ekki höfðu lokið náminu fyrir gildistöku þessa ákvæðis sé ekki beitt nákvæmlega eins í öllum tilvikum.
    Ég hef átt í viðræðum við yfirmenn í ráðuneytinu út af slíku máli og ég hygg að það sé ástæða til þess fyrir hæstv. ráðherra að taka það til meðferðar og getur verið að til komi fleiri slík tilvik.