Röðun mála á dagskrá fyrirspurnafunda

21. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 12:26:00 (752)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti skal taka þessa vinsamlegu beiðni til greina og skoða hvort ekki er hægt að taka meira tillit til þessa heldur en raun ber vitni, en eins og hæstv. ráðherra nefndi réttilega er þarna annars vegar um það að ræða að málin koma á dagskrá í þeirri röð sem þau berast og hins vegar að reyna að gera hæstv. ráðherrum þægilegra fyrir með því að þeir geti fengið að mæla fyrir sínum málum í röð þó að málsnúmer segi ekki til um það, en þetta yrði þá að gerast í samráði við þingmenn sem eiga mál á dagskrá. En það urðu mistök á fundinum og það vill forseti viðurkenna og biðjast velvirðingar á að hafa ekki haft samráð við hæstv. menntmrh. en það var eingöngu af klaufaskap forseta og misgáningi sem það gerðist.