Röðun mála á dagskrá fyrirspurnafunda

21. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 12:27:00 (753)

     Ragnar Arnalds :
     Virðulegi forseti. Mig langar að skjóta inn einu orði varðandi þessa umræðu. Ég tel eðlilegast að fyrirspurnum væri raðað þannig upp að þær fyrirspurnir sem væru til eins ráðherra lægju saman, væri þá öllum svarað hverri á eftir annarri og síðan yrði fylgt röðinni eins og hún birtist í dagskránni. Ég held að þessar tvær reglur mundu auðvelda okkur öllum störfin og vildi koma þessari ábendingu á framfæri til forseta.