Málefni Ríkisútvarpsins

22. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 17:17:00 (806)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Hæstv. menntmrh. vill veita andsvar, en . . . ( Menntmrh.: Má ég bera af mér sakir? Það voru mjög alvarlegar sakir bornar á mig.) ( Gripið fram í: Var það að vera sammála Svavari?) Forseti tók nú ekki eftir þessum ásökunum, ( Menntmrh.: Ég tók eftir þeim.) en ef hæstv. ráðherra hefur tekið eftir þeim þá fær hann að bera þær af sér.