Sementsverksmiðja ríkisins

22. fundur
Fimmtudaginn 07. nóvember 1991, kl. 17:57:00 (814)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
     Virðulegi forseti. Hér er á dagskrá athyglisvert mál, en mig langar til að beina einni tæknilegri spurningu til hæstv. iðnrrh. Í 5. gr. frv. segir:
    ,,Fulltrúar í stjórn hlutafélagsins skulu skipaðir eða kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn, svo og varamenn þeirra.``
    Nú er það svo, ef ég skil það rétt, að ríkið verður alla vega fyrst um sinn eini eigandi þessa hlutafélags og mig langar til að biðja hæstv. iðnrh. að skýra það hvernig hann hyggst standa að skipan í stjórn. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig þetta færi fram þegar eigandinn er aðeins einn.