Frestur á framkvæmdum við álver á Keilisnesi

24. fundur
Þriðjudaginn 12. nóvember 1991, kl. 22:31:00 (904)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég var að vekja athygli á því hvernig utanaðkomandi hlutir geti haft áhrif á mikilvæga þætti hjá okkur. Það er mat fróðra manna í íslenskum bankaheimi að þeir atburðir sem hafa átt sér stað í norrænni bankastarfsemi hafi þegar haft neikvæð áhrif fyrir okkur varðandi lánamöguleika okkar og lánakjör. Þetta er mat manna. Það er líka mat sömu manna að við höfum áður notið góðs af sterkri stöðu norrænna banka og þess álits sem slíkir bankar njóta. Þetta er mat bankamanna.