Frestur á framkvæmdum við álver á Keilisnesi

24. fundur
Þriðjudaginn 12. nóvember 1991, kl. 22:47:00 (907)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég er undrandi á því að einn af þingmönnum Framsfl. skuli sérstaklega í annað eða þriðja skiptið gera að umtalsefni nauðasamninga sem tengdust Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Þeir nauðasamningar voru gerðir fyrir atbeina ríkisins vegna þess að fyrir lá fundargerð frá fundi sem þáv. forsrh. hafði haldið í húsakynnum Stjórnarráðsins þar sem tilteknir þættir voru teknir inn í nauðasamningaskiptin. Núv. ríkisstjórn ákvað að standa við þá ákvörðun fyrrv. forsrh.