Þjóðhagsstofnun

26. fundur
Fimmtudaginn 14. nóvember 1991, kl. 10:46:00 (949)

     Fyrirspyrjandi (Ólafur Þ. Þórðarson) :
     Herra forseti. Ég vil þakka hæstv forsrh. fyrir svar hans. Það er margt sem mælir með því að að styrkja beri forsrn. sem efnahagsráðuneyti og eðlilegt að sú vinna fari þá fram innan forsrn. en að upplýsingagjafarnir, sem hafa verið að spá til þessa og hafa spáð betur að mínu viti oft og tíðum heldur en Þjóðhagsstofnun, verði notaðir sem aðilarnir sem metnir verði ekki síður og tekið mark á heldur en það sem kemur frá Þjóðhagsstofnun í

þessum efnum.
    Einnig tek ég undir að mjög eðlilegt er að staðreyndasöfnun í þjóðfélaginu, sem er allt annars eðlis heldur en spástefna, verði sem mest hjá Hagstofu Íslands. En ég undirstrika að ef menn treysta sér ekki til þess að spara þar sem tvíverknaðurinn er mestur er náttúrlega tómt mál að tala um það að þjóðin geti litið á það sem raunhæfan hlut að spara þar sem allir sjá að eru þó ærin verkefni að vinna. Það getur verið að það séu ærin verkefni að vinna þó að við höfum ekki efni á því að sinna þeim öllum sem skyldi, það vitum við. En það er um hreina sóun að ræða að hafa þann tvíverknað sem verið hefur á þessu sviði.