Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

27. fundur
Fimmtudaginn 14. nóvember 1991, kl. 18:36:00 (989)

     Steingrímur Hermannsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Mér þykir vænt um að heyra að hv. þm. þykir þetta ekkert of há upphæð eða þannig leyfi ég mér að skilja hans orð. Ég vakti athygli á því áðan að varið var hvað mestu fjármagni til Byggðastofnunar á árunum fyrir 1980. Hér er ég með súlnarit yfir framlög ríkissjóðs til Byggðasjóðs á verðlagi í janúar árið 1991. Það mun hafa verið á því verðlagi sem hv. þm. reiknaði. Þar er framlagið langsamlega mest á árunum

1975, 1976, 1977, 1978 og reyndar töluvert 1979 og árangurinn varð eftir því góður. Eigum við þá ekki að sameinast um það að auka fjármagn til Byggðastofnunar og byggðamála og benda stofnuninni á að læra af þeirri góðu reynslu sem fékkst þá og kannski getum við þannig náð jafnvægi í byggð landsins?