Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

27. fundur
Fimmtudaginn 14. nóvember 1991, kl. 18:37:00 (990)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég tel, eins og kom fram í ræðu minni, að starfsgrundvöllur sá sem liggur að baki Byggðastofnun og lagður var með Framkvæmdastofnun ríkisins sé rangur og það þurfi, til þess að þeir fjármunir nýtist sem best sem varið er á fjárlögum og frá skattgreiðendum til byggðamála, að gjörbreyta starfsháttum og starfsgrundvelli Byggðastofnunar, og það sé meginmál sem hér hljóti að vera til umræðu þegar skýrsla um þessa stofnun er rædd á hinu háa Alþingi.