Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

27. fundur
Fimmtudaginn 14. nóvember 1991, kl. 22:47:00 (994)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Hér mun umræða að sjálfsögðu fara fram áfram en mér þykir það sanngjarnt að vara þá hv. þm. Sjálfstfl. við sem hafa talað í þessari umræðu og eru fjarverandi. Mér er illa við að skamma fjarverandi menn. Mér er illa við það og teldi að sanngjarnt væri að forseti léti þá vita að það er óhjákvæmilegt miðað við þá umræðu sem farið hefur fram í dag að nokkrum orðum verði vikið að þeirra málflutningi. Ég veit ekki betur en þeir hafi þingskyldu sem aðrir að vera hér á kvöldfundi og vænti þess að forseti sjái til þess að þeim verði gert viðvart þannig að það liggi þá ljóst fyrir að þeir séu ekki skammaðir hér í fjarveru án þess að þeir hafi fengið að vita það að þeir yrðu teknir með í umræðuna.