Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
     Virðulegi forseti. Eina nýmælið í þessum efnum er það að þegar skipt er um fulltrúa tiltekins aðila, forsrh. í þessu tilviki, þá skulu viðkomandi aðilar taka það sem persónulegar árásir á sig rétt eins og þeir telji að þeir eigi þessi embætti. Það eiga þeir ekki. Þeir eru þarna sem fulltrúar forsrh. og þegar hann skiptir um starfandi menn í nefndum þá gerir hann það í fullum rétti.