Nýjar hugmyndir um orkufrekan iðnað

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 14:00:00 (1034)

     Jóhann Ársælsson :
     Virðulegi forseti. Mín spurning beinist til hæstv. iðnrh. Í fréttum í ljósvakafjölmiðli fyrripart dags í gær var sagt frá því að hér væru staddir erlendir menn frá þeim fyrirtækjum sem eiga aðild að samningum um álver. Í fréttinni var sagt frá því að til umræðu væru

nýir iðnaðarkostir, nýjar hugmyndir um orkufrekan iðnað á Íslandi og athyglisverð tilboð stjórnvalda í þessu efni. Nú langar mig að spyrja hæstv. iðnrh.: Hvaða tilboð eru þetta? Hvaða iðnaðarkosti er um að ræða? Hafa þessir iðnaðarkostir verið ræddir í ríkisstjórninni og hafa þeir verið ræddir í stjórnarflokkunum? Ég hef áhuga á á að fá skýr svör við þessu.