Ákvæði þingskapa um óundirbúnar fyrirspurnir

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 14:07:00 (1039)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti gerði grein fyrir sinni túlkun og sínum skilningi á hvernig þessi umræða ætti að fara fram þegar þessi fyrirspurnatími hófst í fyrsta sinn, eins og hv. 4. þm. Austurl. gat reyndar um í ræðu sinni að hann hefði verið upplýstur um. Þá sagði forseti m.a.:
    ,,Um ræðutíma gilda samkvæmt þingsköpum sömu reglur og á venjulegum fyrirspurnafundum, þ.e. fyrirspyrjandi hefur tvisvar sinnum þrjár mínútur og ráðherra tvisvar sinnum fimm mínútur. Ákvæði um athugasemdir annarra þingmanna en fyrirspyrjenda og ráðherra eiga ekki við hér enda hafa allir þingmenn sama rétt á fundinum til að koma upp í ræðustólinn og beina fyrirspurn til ráðherra.``
    Ef allir þingmenn hefðu þennan rétt til að gera athugasemdir sjáum við fyrir okkur að enn mundi fækka þeim sem hefðu tækifæri til að koma með fyrirspurn.
    Forseti vill geta þess að engar athugasemdir við þetta komu fram þegar forseti gerði grein fyrir þessum skilningi sínum í fyrsta sinnið.