Ákvæði þingskapa um óundirbúnar fyrirspurnir

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 14:19:00 (1044)

     Jón Kristjánsson :
     Virðulegi forseti. Hér er um dálítið merkilegt mál að ræða. Ég hef ekki verið viðstaddur þessa fyrirspurnatíma fyrr og í upphafi var lesin fyrirsögn um hvernig þingmenn ættu að haga sér en því var sleppt að segja að heimilt væri samkvæmt þingsköpum að gera athugasemdir. Ef ég hefði vitað að það væri heimilt hefði ég gert athugasemd við þær umræður sem voru áðan.
    En ég vil undirstrika að það er að sjálfsögðu óheimilt að mínum dómi að forsætisnefndin eða formenn þingflokka séu að hræra hér í þingsköpum eftir geðþótta. Það á að bera breytingar á þingsköpum undir þingið og samþykkja þær breytingar ef meiningin er að gera breytingar á. Það er algert grundvallaratriði og við hljótum að krefjast þess að svo verði gert. Ég tala nú ekki um ef forsætisnefndin svona í góðu tómi ætlar að fara að breyta þingsköpunum. Ég álít að formenn þingflokka, þó að þeir séu frá öllum flokkum sem hér eiga sæti á þingi, hafi enga heimild til að gera þetta, heldur á að bera þessar breytingar undir þingið. Það eru algerlega nýir siðir ef á að fara að rokka með þingsköpin fram og

aftur eftir því hvort mönnum þykir það þægilegt um framkvæmd þingmála að hafa þau þannig eða hinsegin.