Ákvæði þingskapa um óundirbúnar fyrirspurnir

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 14:37:00 (1053)

     Páll Pétursson :
     Frú forseti. Ég kvaddi mér hljóðs fyrir góðri stundu síðan. Ég ætla ekki að lengja þessa þingskapaumræðu. Málið liggur ljóst fyrir, þingsköpin eru alveg ótvíræð í þessu efni, forseta ber að fara eftir þingsköpum. Ég er tilbúinn að tala um allra handanna samkomulag við forseta og aðra formenn þingflokka, en það er þýðingarlaust að boða mig til fundar og reyna að gera við mig samkomulag um það að brjóta þingsköpin.