Framkvæmd atkvæðagreiðslna

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 14:41:00 (1055)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill í fyrsta lagi benda á að 3. dagskrármálið verður tekið fyrir áður en 2. dagskrármálið kemur til umræðu eða atkvæðagreiðslu. Varðandi þessar athugasemdir sem

hv. . . . ( GHelg: Ég bið forseta afsökunar, er ekki 2. dagskrármál til umræðu?) Jú, en það verða teknar fyrir atkvæðagreiðslur á undan sem má ætla að taki styttri tíma eins og 3. og 4. dagskrármál og síðan komum við að 2. dagskrármálinu.
    En varðandi þessar athugasemdir hv. 14. þm. Reykv. vill forseti benda á að það hefur kannski aldrei verið jafnauðvelt og einmitt nú að gera sér grein fyrir því og fá það skráð á spjöld sögunnar hvernig þingmenn, hvort sem þeir tilheyra stjórn eða stjórnarandstöðu, greiða atkvæði með því að það kemur fram prentað í þingtíðindum ef þingmenn óska eftir því, annars er það til hér í tölvu og tiltækt hvenær sem er.