Staðlaráð Íslands

29. fundur
Þriðjudaginn 19. nóvember 1991, kl. 17:18:00 (1080)

     Páll Pétursson :
     Frú forseti. Ég hef tækifæri síðar til að fjalla efnislega um þetta mál í iðnn. en ég tel mjög mikilvægt að það skref, ef stigið verður, sem felst í frv. hafi ekki hliðstæðar afleiðingar og þegar Bifreiðaeftirlitið var einkavætt og sett upp stofnun sem veitir miklu dýrari þjónustu heldur en til stóð og heldur en þingheimur var upplýstur um að hún mundi gera þegar það mál var til meðferðar á Alþingi.