Réttaráhrif tæknifrjóvgunar

31. fundur
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991, kl. 11:40:00 (1142)

     Kristín Einarsdóttir :
     Virðulegi forseti. Ég vil einungis þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu. Hún hefur verið iðin við það á undanförnum þingum og greinilega veitir ekki af þar sem nefndin hefur ekki enn lokið störfum. Hún vakti athygli á því að þann 14. des. 1989 var enn á ný samþykkt till. um þetta atriði þar sem enn hafði bæst við þær aðgerðir sem hægt var að framkvæma hér á landi varðandi tæknifrjóvganir. Í þeirri till. var lagt til að frv. um efnið yrði lagt fram áður en glasafrjóvganir hæfust á Landsspítalanum. Ég hefði auðvitað talið það nauðsynlegt og fagna ég því sérstaklega að hæstv. dómsmrh. ætlar að vinda bráðan bug að því að tekið verði myndarlega á málinu.