Jöfnun atkvæðisréttar

31. fundur
Fimmtudaginn 21. nóvember 1991, kl. 12:02:00 (1152)

     Hjörleifur Guttormsson :
     Virðulegur forseti. Það hefur iðulega komið fram í umræðu um kosningalög að það er ekki hægt að skoða vægi atkvæða ein og sér í einstökum kjördæmum. Menn hljóta að taka tillit til lífsaðstöðu borgaranna í landinu í heild, undirstöðu fyrir daglegu lífi. Þar gætir ekki þess jafnræðis sem við hljótum að gera kröfu um.
    Það er rétt sem fram hefur komið, kosningalöggjöfin hefur miðað við að halda sem bestu jafnvægi milli flokka hvað snertir þingstyrk og atkvæðavægi. Ef menn ætla að taka málin út frá því sjónarhorni sem hér hefur verið rætt af hv. fyrirspyrjanda og mér heyrist að hæstv. forsrh. taki undir þarf margt að breytast í landinu að því er snertir aðstöðu

borganna áður en hægt er að taka undir slík sjónarmið.