Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

34. fundur
Þriðjudaginn 26. nóvember 1991, kl. 14:11:00 (1236)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég tel að það sé ekki hægt fyrir mig að upplýsa þingheim á þessari stundu betur um efnisatriði í fyrirhuguðu frv. ríkisstjórnarinnar vegna þess að það mál

á eftir að ræða ítarlega í stjórnarflokkunum.
    Varðandi aðstöðugjaldið get ég það eitt sagt að það er rétt hjá hæstv. félmrh. að báðir stjórnarflokkarnir munu, eins og ugglaust fleiri flokkar, hafa lýst því yfir á þingum sínum og fundum að þeir séu andsnúnir aðstöðugjaldinu í núverandi mynd. Hins vegar hefur ríkisstjórnin sem slík ekki tekið afstöðu til málsins.