Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

34. fundur
Þriðjudaginn 26. nóvember 1991, kl. 18:06:00 (1255)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Hér hafa þau orð fallið að óhjákvæmilegt er að það fáist staðfest úr forsetastóli að umræðunni verði ekki slitið heldur fram haldið og hún kláruð. Það situr enginn undir yfirlýsingum eins og hér hafa fallið, þær látnar veltast í fjölmiðlum dag eftir dag eins og ekkert hafi verið sagt og svo verði málum fram haldið. Þessi stjórn á þinginu gengur ekki upp. Það verður að klára einhver mál og það er eðlilegt að það sé spurt hér og nú: Má treysta því að þessari umræðu verði fram haldið í kvöld þannig að menn geti gert grein fyrir stöðu mála með eðlilegum hætti?