Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

34. fundur
Þriðjudaginn 26. nóvember 1991, kl. 18:09:00 (1257)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Ég vænti þess að hæstv. forseti hafi á því fullan skilnling að það er óhjákvæmilegt að taka upp í upphafi þess fundar umræður um þingsköp. Það gengur einfandlega ekki að þegar samið er um frestun mála og sérstaklega leitað til þess sem hér stendur um vissa tilhliðrun í þeim efnum að þá sé það gersamlega rústað með einhverjum fundum. Að mínu viti var visst samkomulag gert í þeim efnum og ég taldi mig geta treyst því að hér yrði eðlilega staðið að framhaldi umræðna.