Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

34. fundur
Þriðjudaginn 26. nóvember 1991, kl. 18:10:00 (1258)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti væntir þess að hv. 2. þm. Vestf. hafi ekki staðið forseta að því að fara með rangt mál og þess vegna er hennar svar einungis það að endurtaka það sem hún sagði fyrr. Forseti hafði óskað eftir því að þessari umræðu yrði lokið í dag en gert var samkomulag um að umræðan mætti standa frá kl. 4 til kl. 7 og hugsanlega fram undir klukkan hálfátta, eftir því hvernig stæði á ræðum manna.
    Nú er klukkan 6.15 svo að sá tími styttist sem þessi umræða getur haldið áfram í dag miðað við þetta samkomulag. Að sjálfsögðu höldum við áfram núna og þá fá hv. þm. sem eiga eftir að taka til máls og eru á mælendaskrá tækifæri til að tjá sig þangað til við verðum að hætta vegna þess samkomulags sem gert hefur verið.