Tilkynning um utandagskrárumræður

35. fundur
Miðvikudaginn 27. nóvember 1991, kl. 13:30:00 (1276)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Áður en gengið er til dagskrár vill forseti láta þess getið að farið hefur verið fram á utandagskrárumræður, annars vegar um breytt viðhorf í samningum um Evrópskt efnahagssvæði, frá hv. 4. þm. Norðurl. e., og hins vegar um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar, frá hv. 1. þm. Austurl. Utandagskrárumræðurnar verða báðar samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræður. Sú er ég nefndi fyrr hefst kl. 3 og sú er ég nefndi síðar kl. 3.30.