Ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum um umræður á Alþingi um þyrlukaup

35. fundur
Miðvikudaginn 27. nóvember 1991, kl. 14:01:00 (1287)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Það hefur komið fram ósk hjá hv. 9. þm. Reykv. um að gera hlé á þessum fundi. Að sjálfsögðu verður forseti við því. En forseti telur nauðsynlegt að upplýsa að það er venja og hefð ef þingmaður óskar eftir utandagskrárumræðu að haft er samband við viðkomandi ráðherra um hana. Sú staða er auðvitað óvenjuleg að ekki tekst samkomulag í þeim efnum af einhverjum ástæðum. Það er það sem málið snýst um. Forseti getur ekki leyft utandagskrárumræðu ef þingmaðurinn getur ekki talað við þann ráðherra sem hann óskar eftir. --- [Fundarhlé.]