Tilkynning um dagskrá

35. fundur
Miðvikudaginn 27. nóvember 1991, kl. 15:55:00 (1316)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Eins og gert hafði verið ráð fyrir í upphafi átti að ljúka utandagskrárumræðu að beiðni hv. 1. þm. Austurl. um aðgerðir í efnahagsmálum. Jafnframt eiga þingflokksfundir að hefjast kl. 4. Það hafði orðið samkomulag um að við mættum fara fram yfir tímann til að koma að framsöguræðu hæstv. utanrrh. í 9. dagskrármálinu, samning um hefðbundinn herafla í Evrópu, án frekari umræðna um það. Jafnframt var samkomulag um að utandagskrárumræða hv. 5. þm. Reykv., um yfirlýsingu hans, færi fram kl. 4.15.
    Nú stendur forseti frammi fyrir þeim vanda hvort hann á að halda áfram og hefja þessa utandagskrárumræðu og hefur tilhneigingu til að gera það ef ekki koma athugasemdir frá formönnum þingflokka þar um.
    Svo er ekki. Þá mun nú hefjast utandagskrárumræða ásamt því að hæstv. utanrrh. mælir fyrir þingsályktunartillögunni. Þar á eftir verður utandagskrárumræða sem hv. 5. þm. Reykv. hefur. Allt þetta verður að fara saman og ef ekki koma athugasemdir um það mun það verða í þessari röð.