Raforkuverð

36. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 12:07:00 (1374)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Mér finnst ég ekki komast hjá því að láta það koma enn einu sinni fram að þessar niðurgreiðslur ríkisstjórnarinnar á raforku til húsahitunar eru raunverulega í skötulíki vegna þess að framhaldið hefur orðið það að ríkisstjórn hefur ekki tryggt lægra raforkuverð til heimilanna. Með því að hafa ekki fé á fjárlögum til styrkingar raflína og annað slíkt þá þýðir það a.m.k. 6% hækkun á raforku, lágmarkshækkun 6% á raforku vegna bara þess. Og svo hitt að hún hefur ekki staðið í ístaðinu til að koma í veg fyrir hækkanir Landsvirkjunar sem hafa orðið á þessu ári langt fram yfir þarfir virkjunarinnar.