Tryggingagjald

37. fundur
Fimmtudaginn 28. nóvember 1991, kl. 16:30:00 (1403)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
     Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um tryggingagjald. Samkvæmt þessu frv. er lagt til að gerð verði breyting á lögunum um tryggingagjald þannig að fjmrh. geti ákveðið að þeir aðilar sem innheimta staðgreiðslu tekjuskatts skuli jafnframt annast innheimtu tryggingagjalds en ekki eingöngu þeir sem eru svokallaðir innheimtumenn ríkissjóðs. Sparnaður af þessari breytingu er áætlaður verða a.m.k. 11 milljónir kr. á ári.
    Ég legg til, virðulegur forseti, að þetta mál verði sent hv. efh.- og viðskn. og til 2. umr.