Framkvæmd búvörusamnings

40. fundur
Þriðjudaginn 03. desember 1991, kl. 14:11:00 (1481)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
     Hæstv. forseti. Í búvörusamningi eru mörg lögfræðilega álitaefni sem nauðsynlegt var að athuga rækilega og ýmis önnur flókin atriði sem ekki hafði verið hugsað fyrir við gerð búvörusamningsins. Þess vegna tók samning frv. lengri tíma en ég hafði ætlað. Það liggur hins vegar fyrir í þeirri gerð sem gengið hefur verið frá því í landbrn. en er til athugunar í ríkisstjórninni. Ég geri mér vonir um að hægt verði að leggja það fram nú fyrir jól en það á ekki að verða til þess að torvelda að staðið verði við búvörusamninginn vegna þess að unnt er að hefja smíði reglugerða þegar í stað þegar tími vinnst til.