Viðvera ráðherra og tilhögun þinghalds

41. fundur
Miðvikudaginn 04. desember 1991, kl. 14:04:00 (1548)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Það er væntanlegt að þetta mál verði tekið á dagskrá eins og önnur mál, þingmannafrumvörp, sem hér hafa verið á dagskránni eða bíða þess að verða tekin á dagskrá. Það er reynt að fara eftir málaröð eins og hægt er. Eins og hv. þm. sér eru ýmis mál hér með lægri málsnúmer heldur en hér er um að ræða en forseti reynir að koma málunum fram eins og mögulegt er. Við erum nýbúin að ræða mál sem þingmenn flytja og hafa verið með lág málsnúmer svo að ég vænti þess að það líði senn að því að þetta mál komi á dagskrá og til umræðu. Við munum leggja okkur fram um að svo verði eins og um öll önnur frv. eða till. sem bíða.