Viðvera ráðherra og tilhögun þinghalds

41. fundur
Miðvikudaginn 04. desember 1991, kl. 14:07:00 (1551)

     Geir H. Haarde :
     Virðulegi forseti. Ég tel óhjákvæmilegt að mótmæla þessum aðdróttunum hv. 8. þm. Reykn. um þinghaldið hér í dag. Það hafa nokkrir þingmenn óskað eftir því að tilteknum málum verði frestað fram yfir kl. hálfþrjú vegna þess að þeir þurfa að vera við jarðarför. Það er venjan að taka tillit til þess án þess að til sérstakra athugasemda þurfi að koma. Hér eru nógu margir ráðherrar viðstaddir til þess að halda áfram öðrum málum sem eru á dagskrá og þetta er því tilefnislaust upphlaup um dagskrá þessa fundar.