Viðvera ráðherra og tilhögun þinghalds

41. fundur
Miðvikudaginn 04. desember 1991, kl. 14:18:00 (1558)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseta þykir það miður ef hv. 9. þm. Reykv. telur að forseti sé að taka afstöðu með einum á móti öðrum hér í þinginu. Forseti var aðeins að reyna að greina frá staðreyndum, til þess að réttar upplýsingar lægju fyrir, á sama hátt gagnvart hæstv. ráðherrum og hv. þm. sem ekki hafa enn getað mætt hér á fundi og hafa gildar ástæður til þess. En forseti hefur lagt sig fram um að gæta hagsmuna allra, hvort sem þeir eru ráðherrar eða þingmenn, og væntir þess að hún geri það áfram.