Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins

43. fundur
Fimmtudaginn 05. desember 1991, kl. 17:34:00 (1653)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Það stendur ekki til að halda áfram umræðu um þetta frv., það var aðeins eins og hv. 8. þm. Reykn. nefndi, ætlunin að leyfa hæstv. sjútvrh. að mæla fyrir frv. Það hefur nú verið gert og umræðu um það frv. er frestað þar til við sjáum fram á hvernig þingmálin ganga á þessum fundi. Nú verður tekin upp aftur umræðan um það mál sem var hér á dagskrá og forseti hefur gert ráðstafanir til þess að láta hæstv. ráðherra vita af því að röðin er komin að þessu máli á nýjan leik og biður hv. þm. að hafa umburðarlyndi meðan beðið er eftir því að þeir komi hér í salinn.
     Forseti fær þær upplýsingar að hæstv. utanrrh. sé enn þá í sjónvarpsviðtali og hann hlýtur að taka mark á þeim upplýsingum. (Gripið fram í.) Það er nú sennilega auðvelt fyrir hv. þm. að komast að raun um það ef sjónvarpsviðtalið fer fram niðri í Kringlu. En þá er spurningin hvort menn vilja hafa biðlund eins og í fimm mínútur og sjá til hvort þessu viðtali lýkur ekki á þeim tíma. ( Sjútvrh.: Má ekki ljúka umræðunni um Verðjöfnunarsjóðinn á meðan?) Eru hv. þm. með langar ræður sem eru á mælendaskrá? Forseti vildi ekki bregðast því að hann lofaði að taka strax til umræðu á ný frv. um Framkvæmdasjóð Íslands er ráðherra kæmi til fundar. --- Nú fær forseti merki um að þessu viðtali muni vera lokið og hér eru komnir í salinn hæstv. forsrh. og hæstv. utanrrh. og nú er hægt að halda áfram umræðum um Framkvæmdasjóð Íslands.