Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

47. fundur
Þriðjudaginn 10. desember 1991, kl. 13:47:00 (1778)

     Geir H. Haarde (um þingsköp) :

     Virðulegi forseti og virðulegi hv. 8. þm. Reykn. sem hér greip fram í. Það reynir óðum á ný ákvæði þingskapalaganna sem ekki hefur reynt á áður. Ég vil vekja athygli á því að í þessari atkvæðagreiðslu sem fram fór um afbrigði féllu atkvæði þannig að 33 sögðu já og 30 voru fjarverandi. Ég hygg að hin nýju ákvæði þingskapalaga geri ráð fyrir 2 / 3 meiri hluta. Þótt svo stjórnarliðið hafi lagst á sveifina með flm. þessarar tillögu til þess að veita afbrigði, eins og eðlilegt er, þá hygg ég að það þurfi að endurtaka atkvæðagreiðsluna til að ganga úr skugga um að 2 / 3 hlutar þingheims vilji veita þessi afbrigði.