Framhald umræðu um frv. um rétt til veiða í efnahagslögsögu Íslands

47. fundur
Þriðjudaginn 10. desember 1991, kl. 17:07:00 (1805)

     Stefán Guðmundsson :
     Virðulegi forseti. Mér eru það vissulega vonbrigði að ekki var orðið við beiðni hv. 6. þm. Norðurl. e. um að ljúka ekki þessari umræðu nú. Ég tel óhjákvæmilegt annað en að hv. 1. þm. Austurl. og hæstv. fyrrv. sjútvrh. geti komið og verið við þessa umræðu. Eins kom það fram hjá hæstv. iðnrh. sem sagði að það væri mjög heppilegt ef sá ágæti þingmaður gæti verið við þessa umræðu. Það er nánast ómögulegt að ljúka henni vegna þeirra ummæla og ásakana sem hæstv. iðnrh. hefur ítrekað borið hér fram á fyrrv. sjútvrh. Ég trúi því ekki, virðulegi forseti, að hann verði ekki við óskum okkar um að þessari umræðu verði frestað þannig að fyrrv. sjútvrh. geti tekið þátt í henni.