Fjárlög 1992

50. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 04:48:00 (1921)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég hygg að ég hafi ekki haft nein orð um það í ræðu minni hér áðan að þjónusta hjá ríkinu yrði óskert að öllu leyti við þennan niðurskurð. Hygg ég að ég hafi ekki haft nein orð um það. Auðvitað er viss hætta á því, og ekki nema eðlilegt, þegar dregið er úr framlögum af hálfu ríkisins t.d. til launaþáttar eins og gert hefur verið í þessu tilviki, þá hljóti þjónusta að dragast saman. Ella verður að álykta sem svo að sú þjónusta sem veitt hefur verið fyrir þessa fjármuni hafi verið lítils virði.