Tilhögun þingfundar

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 11:16:00 (1943)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti hefur greinilega ekki talað nógu skýrt hér áðan og ætlar þá að reyna að tala skýrar. Hún lýsti því yfir að það yrði talað við formenn þingflokka þegar þessum fundi hefði verið frestað og rætt við þá um það hvenær atkvæðagreiðslan gæti farið fram eftir að fundur hefst að nýju kl. 1. Vonar forseti nú að þetta liggi ljóst fyrir, að það er fyrirhugað að ræða við formenn þingflokka stjórnar og stjórnarandstöðu og komast að samkomulagi um það hvort atkvæðagreiðslan fer fram kl. 1 eða síðar. --- [Fundarhlé.]