Skattskylda innlánsstofnana

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 13:46:00 (1949)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Ég held að það sé mjög brýnt að það sé upplýst hverjir hafi fjarvistarleyfi hér í dag. Hér hefur verið mikil vinnuskylda á þingmönnum og menn hafa reynt að mæta. Menn litu á það sem takmarkaðan húmor af hálfu stjórnarsinna að vekja mann í morgun og tilkynna svo að það yrði hlé. Ef staðan er nú orðin sú að ráðherrarnir telja að ríkisstjórnin sé komin í svo sterka stöðu að það sé óþarfi að vera í þingsalnum lengur, þá sýnist mér gamanið vera farið að grána miðað við þó þann húmor sem var í því sem gert var í morgun.