Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 14:00:00 (1951)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Ég vil í upphafi þessarar atkvæðagreiðslu gera grein fyrir eftirfarandi:
    Til viðbótar þeim brtt. sem samkomulag er um milli allra flokka að draga til baka til 3. umr. vil ég árétta að af hálfu ríkisstjórnarinnar koma nokkur mál ekki til efnislegrar afgreiðslu við 2. umr. Þetta eru fjármál framhaldsskóla og háskóla, tillögur um hagræðingu í sjúkrahúsrekstri á höfuðborgarsvæðinu og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þessi mál bíða því frekari umfjöllunar milli stjórnarflokkanna og lokaafgreiðslu við 3. umr.