Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 14:35:00 (1962)

     Kristín Ástgeirsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar vil ég lýsa því yfir að sú yfirlýsing sem hér var kynnt áðan þar sem verið er að taka stóran hluta af fjárlagadæminu út, upp á tugi milljarða, skólamál og heilbrigðismál sem skipta miklu máli, sýnir hvílík uppgjöf og ágreiningur ríkir innan stjórnarliðsins. Við teljum að sú atkvæðagreiðsla sem hér á að fara fram sé ótímabær.