Fjárlög 1992

51. fundur
Föstudaginn 13. desember 1991, kl. 15:28:00 (1977)

     Matthías Bjarnason (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Forseti tilkynnti að óskað hefði verið eftir því að liður 02-603, Héraðsskólinn Reykjanesi, væri borinn upp sérstaklega. Ég minnist þess ekki að þingmenn hafi lagt inn slíkar pantanir hjá forseta fyrr en nú. Yfirleitt hefur þetta verið gert bara úr sal ef þingmenn hafa óskað eftir slíkri atkvæðagreiðslu. Því langar mig að spyrja eða fá upplýst hver hefur beðið um þetta.
    En svo er annað mál sem mig skiptir miklu. Það er ósk til fjárln. að þessi liður, 02-603, verði athugaður á milli umræðna eða fyrir 3. umr. og gefin skýring á tilurð þeirra talna sem þar eru og hvaða hugmyndir eru uppi í sambandi við rekstur þessa skóla. Það tel ég að þurfi að liggja ljóst fyrir og þess vegna kem ég því hér á framfæri.